News
Breska tundurspillinum HMS Defender var í gær sigld vísvitandi í gegnum hafsvæði sem Rússar telja sína lögsögu. Vestræn ríki viðurkenna ekki rússneska lögsögu því hafsvæðið er undan ströndum Krím-skaga sem Rússar innlimuðu í trássi við alþjóðalög og -samninga 2014. Auk þess var fjallað um stöðu mála á Norður-Írlandi þar sem hart er deilt um framkvæmd viðauka við Brexit-samninginn. Stjórnarkreppan í Svíþjóð var einnig rædd, þingið lýsti vantrausti á stjórn Stefans Lofvens á mánudag.