Vaxtahækkun sem kom á óvart, Nóbel og Pandóru-skjölin

Share:

Morgunvaktin

News


Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur segir að vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í gær hafi komið á óvart og Ísland sé eitt örfárra ríkja sem er byrjað að hækka vexti eftir heimsfaraldur. Ásgeir Brynjar situr í fjármálaráði og er doktor í fjármálum. Hann segir peningastefnunefndina fara eftir kenningum í hagfræði varðandi verðbólgu og verðbólguvæntingar sem ekki eigi við þegar efnahagsmálin eru eins og þau eru nú í heiminum. Annað sé uppi á teningnum hjá öðrum seðlabönkum, svo sem þeim evrópska og bandaríska. Bogi Ágústsson sat við heimsgluggann og fór yfir Nóbelsverðlaunin og þá sem mögulega eru taldir hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels en tilkynnt verður um handhafa þeirra klukkan 11 að íslenskum tíma í dag. Lykt árið 1765 bar einnig á góma sem og möguleikinn á að allir forsætisráðherrar Norðurlanda verði konur í nóvember. Ef af yrði þá er það í fyrsta skipti. Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður og sérfræðingur í skattarétti, fór yfir aflandsfélög og lögmæti þeirra. Tilefnið eru Pandóru-skjölin en þau eru samansafn gagna um fjármálagjörninga bæði þjóðarleiðtoga og annarra þar sem eignum er komið fyrir í skattaskjólum. Tónlist: Celeste með bræðrunum Brian og Roger Eno, Chelsea Morning og California með Joni Mitchell. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.