Arts
Sverrir Guðjónsson söngvari og raddlistamaður er gestur þáttarins. Hann segir frá ferlinum, söngferlinum sem hófst þegar hann var barn og hvernig hann fann kontratenórröddina. Einnig spjallar hann við Pétur um nýja plötu sína - Rökkursöngva sem var að koma út á tvöfaldri vínýlplötu. Tónlistin í þættinum er eftir Emil Thoroddsen, Jón Leifs, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Áskel Másson, Karólínu Eiríksdóttur og Oliver Kentish.