News
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, og Snæfríður Grímsdóttir, aðjúnkt í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands, eru höfundar nýrrar skýrslu um samskipti Íslands og Kína frá árinu 1995 til ársins 2021. Í kjölfar hrunsins jukust samskipti ríkjanna eftir að forseti Íslands, að höfðu samráði við forsætisráðherra, skrifaði forseta Kína bréf og óskaði eftir viðræðum um að Kínverjar kæmu Íslendingum til aðstoðar. Mjög dró úr samskiptum ríkjanna í kjölfar valdaskipta í Bandaríkjunum þegar Bandaríkin þrýstu á að áhrif Kína í Evrópu yrðu minnkuð. Þetta kemur meðal annars fram í frumvarpi til laga um fjarskipti á Alþingi. Stjórnmálin virðast hafa áhrif á menningu og menntun en afar fáir nemendur eru að læra kínversk fræði á Íslandi og hið sama gildir um nemendur í íslenskum fræðum í Kína. Ferðaþyrstir Íslendingar streyma nú til Spánar og fleiri áfangastaða og eru golfferðir mjög vinsælar. Verð á flugfargjöldum næstu vikur endurspeglar þessa ferðaþörf landans. Það stefnir í að Íslendingar fjölmenni á skíðasvæði Alpanna eftir áramót eftir að Covid-19 lokaði flestum skíðasvæðum fyrir útlendinga síðasta vetur. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, ræddi ferðalög norrænna ferðamanna þetta haustið. Kjartan Ragnarsson myndlistarmaður er mikill aðdáandi Muggs en yfirlitssýning á verkum Muggs verður opnuð í Listasafni Íslands á morgun. Kjartan ræddi fjölbreyttan feril þessa listamanns sem dó úr berklum aðeins 32 ára gamall. Verkin eru af ýmsum toga, Muggur málaði og teiknaði. Saumaði og skar úr og svo er hann höfundur þekktustu íslensku barnabókarinnar, Dimmalimm. Tónlist: Lay back in the arms of someone með Smokie, Union City Blue með Blondie og Green green grass of tunnel með Múm. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.