News
Mannskæð átök halda áfram í Suður-Afríku en minna hefur farið fyrir fréttum af mótmælum og óeirðum í grannríkinu Eswantini, sem áður hét Swaziland. Þar ríkir einvaldur konungur, Mswati þriðji, sem hefur tekið af hörku á allri andstöðu við alræðisstjórn landsins. Tugir hafa fallið í átökum þar sem lögregla hefur beitt mikilli hörku. Frans páfi og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjum af stöðunni. Í seinni hluta Heimsgluggaspjalls vikunnar ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir við Boga Ágústsson um drauma Englendinga um að sigra í Evrópumótinu í fótbolta sem snerust upp í martröð rasisma og illdeilna eftir tap í úrslitaleiknum gegn Ítalíu.