News
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða og Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar eru meðal þeirra sem koma að undirbúningi friðarráðstefnu Höfða sem haldin verður í dag. Þar er fjallað um frið út frá mörgum ólíkum sjónarhornum, þar á meðal með tilliti til loftslagsmála. Rætt var um stríð og frið. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fjallaði um ferðalög í heiminum og mikilvægi þess að vera með bólusetningarvottorð í farteskinu. Að öðrum kosti gæti fólk lent í vandræðum með að komast leiðar sinnar með almenningssamgöngum, njóta menningar og setjast að snæðingi. Ný spá Isavia varðandi fjölda farþega um flugstöð Leifs Eiríkssonar næstu árin bar einnig á góma. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður kom í þáttinn en í dag verður nýja James Bond myndin, No time to die, frumsýnd á Íslandi. Hún verður sýnd í velflestum kvikmyndahúsum landsins og bara í dag verða sýningarnar 44 talsins. Hvaða James Bond mynd er Ásgrímur hrifnastur að og hver er sú lélegasta að hans mati? Tónlist: James Bond theme, Diamonds are forever með Shirley Bassey, We have all the time in the world með Louis Armstrong og If there was a man með Crissie Hynde. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.