Miscellaneous
Í byrjun árs hófst undirskriftasöfnun vegna þeirrar óvissu sem upp var komin við skimanir fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Nú hafa tæplega fimm þúsund einstaklingar skrifað undir áskorun þar sem því er mótmælt að greining leghálssýna hafi verið flutt úr landi. Erna Bjarnadóttir er viðmælandi Áskels Þórissonar í þættinum Skeggrætt en hún er ein þeirra sem hefur leitt Fésbókarhópinn „Aðför að heilsu kvenna“. Svo virðist sem ákvarðanataka heilbrigðisyfirvalda um flutning sýnanna úr landi og framkvæmdin í kjölfarið virðist vera svo illa unnin og ómarkviss að eftir standa þúsundir kvenna í óvissu um heilsufar sitt.