Sigursveinn D. Kristinsson

Share:

Huldufólk fullveldisins

Arts


Huldumaður þessa þáttar er Sigursveinn D. Kristinsson skólatjóri og tónskáld. Það eru bræðurnir Sigursveinn Magnússon fv skólastjóri og Örn Magnússon píanóleikari sem segja frá móðurbróður sínum. Í þættinum eru leikin tvö lög eftir Sigursvein; Fylgd sem hann samdi við ljóð Guðmundar Böðvarssonar. Sigrún V. Gestsdóttir syngur einsöng og Brynja Guttormsdóttir leikur undir á píanó. Hitt lagið er Fyrsti maí sem var samið við ljóð Jóhannesar úr Kötlum, flutt af Maíkórnum - stjórnandi Sigursveinn Magnússon. Að auki leikur Örn Magnússon eitt lag á píanó, Burlesca eftir Pál Ísólfsson.