Segðu mér sögu

Share:

Listens: 0

Segðu mér sögu

Arts


Berglind Björk Jónasdóttir veit fátt jafn nærandi og að sökkva sér ofan í góða bók. „Það er ekkert sem færir mann nær núvitundinni en að týna sér í upplestri“ segir hún. Við þekkjum Berglindi Björk sem alhliða flytjanda, sem leikkonu, söngkonu og tónlistarmann, kannski einna best sem eina af þríeykinu Borgardætrum, en hér á Storytel sýnir hún á sér nýja hlið og les meðal annars Stúlkurnar á Englandsferjunni eftir danska glæpasagnahöfundinn Lone Theils. Hún segir okkur líka frá bókum föður síns, Jónasar Jónassonar útvarpsmanns, sem hún er stolt af að hafa getað fært til útgáfu hjá Storytel.