Miscellaneous
Árið 1193 bauð nýskipaður sjógun Japans sínum helstu bandamönnum í veglega veiðiferð við rætur Fuji-fjalls. Sú veiðiferð átti eftir að verða sögufræg fyrir margar sakir og má segja að hún endurómi enn í menningu Japans. Meðal umræðuefna í þættinum er saga sjóguna-embættisins, nýja stjórnkerfið sem Minamoto kynnti, og keisarinn Go-Shirakawa sem reyndi sitt besta til að hindra framgang Minamoto-ættarinnar.