Saga borgarættarinnar, Sequences, Þétting hryggðar og Sjálfsvorkun

Share:

Listens: 0

Víðsjá

Arts


Í Víðsjá verður hugað að endur-frumsýningu á kvikmyndinni Sögu borgarættarinnar eftir samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar sem tekin var upp á Íslandi árið 1919 og frumsýnd í Kaupmannahöfn ári eftir. Nú stendur til að frumsýna myndina að nýju með nýrri tónlist Þórðar Magnússonar tónskálds en frumsýningin fer samtímis fram í Reykjavík, á Akureyri og Seyðisfirði og er sýningin hluti af dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem hefst á morgun. Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Skriðuklausturs, verður tekinn tali um þetta forvitnilega verkefni. Listahátíðin Sequences fer fram í tíunda sinn dagana 15-24. október næstkomandi. Hátíðin er sjónlistatvíæringur sem hefur verið haldin frá árinu 2006 með sérstaka áherslu á rauntímalistaverk. Yfirskrift sýningarinnar í ár er: Kominn tími til, og í brennidepli verða samtöl listamanna við umhverfi sitt, sögu eða við aðra listamenn. Samtöl sem fléttast meðvitað og o?meðvitað inn i? ti?ðaranda og ri?kjandi hugmyndir i? samfe?laginu. Við heyrum í sýningarstjórum Sequences í þætti dagsins þeim Þórönnu Dögg Björnsdóttur og Þráni Hjálmarssyni. Snæbjörn Brynjarsson, leiklistargagnrýnandi þáttarins, verður með okkur í dag. Hann skellti sér á sýninguna Þétting Hryggðar eftir uppistandarann, rithöfundinn, víninnflytjandann og áhugaboxarann Halldór Laxness Halldórsson einnig þekktur sem Dóri DNA. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár segir frá bókinni Stóra bókin um sjálfsvorkunn eftir Ingólf Eiríksson sem kom út nú á dögunum hjá Forlaginu og segir frá Hallgrími sem hrökklast heim úr leiklistarnámi í erlendri stórborg til að fara á geðdeild. Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson