Raddir margbreytileikans – 4. þáttur: Fannst fyrsta önnin í mannfræði ekki skemmtileg

Share:

Listens: 0

Hlaðvarp Kjarnans

Miscellaneous


Gestur vikunnar er mannfræðingurinn Jónína Einarsdóttir, deildarforseti félags-, mannfræði- og þjóðfræðideildar Háskóla Íslands og prófessor í mannfræði við Háskóla íslands. Jónína lærði þróunarfræði í Uppsalaháskóla og kláraði BA próf og doktorspróf í mannfræði frá Stokkhólmsháskóla. Jónína hefur í gegnum starfsferil sinn lagt mikla áherslu á þróunarstarf, börn og fjölskyldur. Í þessum þætti segir Jónína okkur frá leið sinni í gegnum mannfræðinámið, störfum sínum í Gíneu-Bissaú og rannsóknum sínum hérlendis á börnum, meðal annars siðnum að senda börn í sveit.