Raddir margbreytileikans – 3. þáttur: Rómafólk í Róm og sagan af Marskálkinum Tító

Share:

Listens: 0

Hlaðvarp Kjarnans

Miscellaneous


Í þessum þætti er rætt við mannfræðinginn Marco Solimene, sem er ítalskrar ættar, fæddur í Róm árið 1976. Marco hefur búið á Íslandi um langt skeið. Marco er með MA gráðu í félagsfræði frá La Sapienza háskólanum í Róm og doktorsgráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknir Marco hafa snúist um rómafólk frá Bosníu í Róm sem og á Balkanskaga og í Rúmeníu. Rætt er um yfirstandandi rannsókn Marco meðal rómafólks og tengsl þeirra við „gamla landið“, þ.e. Bosníu og fyrrum Júgóslavíu. Hugtök eins og minni, mýtur, nostalgía, saga og frásagnir eru einkum umfjöllunarefni þessa hlaðvarps, þar sem m.a. er fjallað um þekkta frásögn um Tító, fyrrum forseta Júgóslavíu, sögu sem rómafólk frá Bosníu hafa sagt í nokkrum útgáfum sem hluta af tengslum þeirra við gamla landið og hlut þeirra í upprunamýtu Júgóslavíu, gamla landsins og hinna gömlu góðu daga.