Raddir margbreytileikans – 2. þáttur: Vildi vera Indiana Jones

Share:

Listens: 0

Hlaðvarp Kjarnans

Miscellaneous


Raddir marg­breyti­leik­ans er mann­fræði­hlað­varp þar sem rætt verður við íslenska mann­fræð­inga um það sem þeir eru að rann­saka. Einnig verður rætt við erlenda fræði­menn þegar færi gefst. Í öðrum þætti er rætt við Evu Hrönn Árelíusd. Jörgensen, doktorsnema við Háskóla Íslands, um mastersnám hennar erlendis og doktorsrannsókn henn­ar. Eva Hrönn er með MA próf í heilsumannfræði frá UCL háskóla í London og MA próf í miðjarðarhafsfornleifafræði frá EKPA háskóla í Aþenu. Hún vinnur nú að doktorsrannsókn sinni sem fjallar um reynslu ungmenna af Covid-19 heimsfaraldrinum. Í þessum þætti ræðir Eva Hrönn um rannsóknina sína, áhrif Covid-19 á ungmenni Íslands og áhrif Covid-19 á rannsóknina sjálfa. Einnig segir hún okkur frá lífinu í Aþenu og London, hvernig hún ákvað að fara í mannfræði og upplifun sína af háskólanámi erlendis. Umsjón­ar­fólk hlað­varps­ins eru Hólm­fríður María Ragn­hild­ar­dótt­ir, Krist­ján Þór Sig­urðs­son og Sandra Smára­dótt­ir.