Raddir margbreytileikans – 1. þáttur: Hvernig sagan birtist í brjóstmyndum

Share:

Listens: 0

Hlaðvarp Kjarnans

Miscellaneous


Raddir margbreytileikans er mannfræðihlaðvarp þar sem rætt verður við íslenska mannfræðinga um það sem þeir eru að rannsaka. Einnig verður rætt við erlenda fræðimenn þegar færi gefst. Í þessum þætti ræðir Kristín Loftsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, um grein sem hún skrifaði eftir að hafa heimsótt safn á Kanaríeyjum þar sem eru geymdar gifsafsteypur og brjóstmyndir frá liðnum tíma. Kristín setur þessa safnmuni í sögulegt og pólitískt samhengi nýlendutímans og sýnir hvernig margvísleg söguleg tengsl valds, kúgunar og kynþáttahyggju skarast í þessum minjum. Síðan ræðir Kristín um væntanlega bók sem hún er meðhöfundur að, sem fjallar um „sérstöðuhyggju“ (exceptionalism), sem er einnig titill bókarinnar, en þar er fjallað um hugmyndir og sjálfsmyndir þjóðríkja um sérstöðuhugmyndir þeirra í samfélagi þjóðanna. Umsjónarfólk hlaðvarpsins eru Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Kristján Þór Sigurðsson og Sandra Smáradóttir.