Ópera um Vigdísi, Tófan, Kynslóð og tæknin

Share:

Listens: 0

Víðsjá

Arts


Víðsjá 19. október 2021: Í Víðsjá í dag verður hugað að óperunni Góðan daginn, frú forseti sem frumsýnd verður í Grafarvogskrikju á laugardagskvöld. Eins og nafn verksins gefur til kynna þá fjallar óperan um Frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta. Höfundur verksins, söngkonan Alexandra Chernyshova verður gestur Víðsjár í dag. Snorri Rafn Hallsson, dagskrárgerðarmaður og textasmiður í Vín heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Í þetta skiptið skoðar hann sjálfvirk ráðningarferli og hvernig tækni sem átti að auðvelda fyrirtækjum að fá til sín hæft starfsfólk flækist nú fyrir okkur. Og loks kveður nýr bókmenntagagnrýnandi Víðsjár sér hljóðs í þættinum en það er Gréta Sigríður Einarsdóttir sem segir hlustendum skoðun sína á lestri skáldsögunnar Kynslóð eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Og Víðsjá gluggar líka í ljóðabækur skáldkvennanna Undínu og Maríu Bjarnadóttur í Tófu-innslagi dagsins þegar hún brá sér aftur í heimsókn til Magneu Þuríðar Ingvarsdóttur sem heldur úti Facebook síðunni Tófan, ljóða- og fræðasetur, þar sem ljóð skáldkvenna eru dregin fram í dagsljósið. Umsjón: Guðni Tómasson