Arts
Í þættinum er leikin nýútkomin tónlist úr ýmsum áttum. Píanóleikarinn Daniil Trifonov spilar tónlist eftir Sergei Prokofiev en systurnar Katia og Marielle Labeque spila tónlist eftir Philip Glass. Einnig hljóma baráttusöngvar úr safni Ninu Simone, Stevie Wonder og Pete Seeger. Arnljótur Sigurðsson segir frá svissneska dúettinum Yello og fjallar um fyrirbærið “furðupopp“, en í lok þáttar er hugað að list píanistans Keith Jarrett sem nýlega greindi frá þvi að líkast til væri ferli hans lokið.