Noregur, smábátasjómenn og hverfið mitt

Share:

Listens: 0

Morgunvaktin

News


Norsk málefni voru ofarlega á baugi á Morgunvaktinni í dag. Bæði vegna voðaverkanna í bænum Kongsberg en þar voru fimm drepin í gær og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Jonas Gahr Støre tekur við völdum í dag. Herdís Sigurgrímsdóttir stjórnmálafræðingur býr í Noregi og var gestur þáttarins eftir morgunfréttir klukkan átta. Málefni smábátasjómanna voru einnig rædd en þeir Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda og Örn Pálsson framkvæmdastjóri sambandsins, fjölluðu um aðalfund smábátasjómanna sem hefst í dag. Þar verður meðal annars rætt um strandveiðar en síðasta sumar voru 674 bátar sem tóku þátt í þeim. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, fór yfir hverfiskosningar sem nú standa yfir og lýkur á hádegi sem og lýðræðisstefnu Reykjavíkur. Hún er umfjöllunarefni fundar borgarráðs í dag. Tónlist: Der er ingenting í verden sa stille som sne og Sakner dej nu með Sissel, Aldrei fór ég suður með Bubba Morthens og Ein farfar í livet með Odd Nordstoga. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.