Móses Hightower

Share:

Hátalarinn

Arts


Gestir þáttarins eru þeir Andri Ólafsson, Magnús Trygvason Elíassen og Steingrímur Teague, en þeir mynda kjarnann í hljómsveitinni Móses Hightower, sem var að senda frá sér nýja plötu sem þegar er farin að vekja mikla athygli, enda ekki síður velheppnuð lög og textar á henni en fyrri plötum hljómsveitarinnar. Tilurð tónlistarinnar er umfjöllunarefni þáttarins sem og annað sem ber á góma þegar tónlistarfólk er heimsótt á vettvang sköpunarinnar. Einnig hljóma í þættinum nýjar tónlistarútgáfur með bandaríska söngvaskáldinu Sam Amidon og þýska baritóninum Florian Boesch.