Arts
Fyrsta hlaðvarp tekið upp í Lubba Peace - skapandi rými í Keflavík. Hjónin Ingi Þór og Anna Margrét eiga og reka stúdíó Lubba Peace en þar er hljóðver og aðstaða fyrir fólk í skapandi greinum að koma saman og vinna. Meðal annars verður boðið upp á námskeið en fyrsta námskeiðið fer af stað 16. ágúst með Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi og snillingi. Anna og Ingi segja frá sögu Lubba Peace, hvaðan nafnið kom og fara stuttlega yfir hvað er á döfinni.