Arts
Ólafur Gunnar Gunnlaugsson höfundur nýrrar verðlaunabókar verður gestur þáttarins, hann hlaut í dag íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Ljósbera sem kemur einmitt út í dag. Snorri Rafn Hallsson, dagskrárgerðarmaður og textasmiður heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Í þetta skiptið flakkar hann á milli Kaupmannahafnar og Vínar og veltir því fyrir sér hvernig borg internetið sé eiginlega. Við hugum einnig að þjóðsögum í þætti dagsins. Benjamin B. Olshin gestakennari í heimspeki við Háskóla Íslands mætir í hljóðstofu og segir okkur frá rannsókn sinni á týndri visku. Visku sem hugsanlega má finna leyfar af í þjóðsögum og ævintýrum. Og loks fjallar Ólöf Gerður Sigfúsdóttir um sýninguna Vísitasíur í Listasafninu á Akureyri í sjónrýni pistli sínum. Umsjón: Guðni Tómasson