News
Í nýjum umræðuþætti Dindils, Litrófinu, eru kosningarnar síðasta laugardag krufnar til mergjar. Þáttastjórnandi er Ágúst Heimir Atlason. Fyrsti gestur þáttarins er stjórnmálafræðingurinn Einar Mar sem fræðir hlustendur um raunverulega þýðingu kosninganna, sögulegt mikilvægi þeirra og afstöðu fræðimanna. Þá fær Ágúst Sigurð Kára Kristjánsson og Kolbrúnu Halldórsdóttur í heimsókn og ræðir við þau um framhaldið og hið pólitíska landslag sem við blasir í dag. Ómissandi þáttur fyrir alla þenkjandi þjóðfélagsþegna.