News
Það virðist flest benda til mjög spennandi þingkosninga í Þýskalandi og lítill munur á milli tveggja stærstu flokkanna, Kristilegra og Jafnaðarmanna. Raunar voru Jafnaðarmenn mældir með meira fylgi í könnun fyrr í vikunni en Kristilegir. Það er í fyrsta sinn í 15 ár, en munurinn er lítill og innan skekkjumarka. Kristilegir undir forystu Angelu Merkel hafa unnið fjórar kosningar í röð svo kannski breytist meira en að Merkel hætti sem kanslari. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti óvænt fyrr í vikunni að hann ætlaði að hætta stjórnmálaþátttöku. Við heyrum í Heimsglugganum í tveimur norrænum fréttaskýrendum sem leggja mat á Löfven og af hverju hann hættir núna.