Kosningar í Noregi og ráðherraskipti í Bretlandi

Share:

Listens: 0

Heimsglugginn

News


Vinstriflokkar unnu sigur í kosningum til Stórþingsins í Noregi á mánudaginn. Jonas Gahr Støre tekur því að öllum líkindum við forsætisráðherraembættinu af Ernu Solberg. Hún hefur verið forsætisráðherra síðan 2013. Støre hefur hafið viðræður um stjórnarmyndun við leiðtoga SV, Sósíalíska vinstriflokksins, og Senterpartiet, Miðflokksins. Þetta var aðalumfjöllunarefni Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1. Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu einnig við Boga Ágústsson um ráðherraskipti í bresku ríkisstjórninni. Þar eru stærstu tíðindin að Dominic Raab, var rekinn úr embætti utanríkisráðherra og Liz Truss tekur við. Þá missti menntamálaráðherrann Gavin Williamsson einnig sitt embætti. Báðir hafa þessir ráðherrar setið undir mikilli gagnrýni.