Kosningabaráttan í Noregi

Share:

Listens: 0

Heimsglugginn

News


Norðmenn ganga til kosninga 13. september og kannanir benda til sigurs vinstriflokka og að þeir fái meirihluta á Stórþinginu ásamt miðjuflokkum. Nýr forsætisráðherra tæki þá við af Ernu Solberg, sem hefur setið frá 2013. Þetta var umfjöllunarefni í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun og rætt var við Herdísi Sigurgrímsdóttur. Hún er stjórnmálafræðingur og fyrrverandi fréttamaður RÚV en er búsett í Noregi. Herdís segir að vatnaskil hafi orðið í kosningabaráttunni þegar ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar af manna völdum var birt í síðasta mánuði. Síðan hafi umhverfismál orðið aðalefni kosningabaráttunnar. Það hafi gagnast Umhverfisflokknum-græningjum og öðrum flokkum með róttæka stefnu í umhverfismálum.