Kjör að loknum faraldri, Newcastle og Skáldleg afbrotafræði

Share:

Listens: 0

Morgunvaktin

News


Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, fór yfir stöðu mála nú þegar farið er að sjá fyrir endann á kórónuveirufaraldrinum. Hún segir mikilvægt að ekki verið skorið niður á sama hátt og gert var í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Sonja Ýr telur mikilvægt að koma í veg fyrir einkavæðingu þegar kemur að heilbrigðisþjónustu og minnir á að stórir hópar Íslendinga eigi erfitt með að láta enda ná saman. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir flokksþing stóru stjórnmálaflokkana í Bretlandi, Pandóru-skjölin og söluna á Newcastle knattspyrnufélaginu. Helsti eigandi þess er krónprins Sádí-Arabíu og kom kaupsýslukonan Amanda Staveley að viðskiptunum. Einar Már Guðmundsson rithöfundur er með nýja bók, Skáldleg afbrotafræði nefnist hún. Bókin kemur út á sama tíma á Íslandi og Danmörku og fjallar um glæpaöldina í byrjun nítjándu aldar. Bókin er væntanleg í verslanir á næstu dögum. Tónlist: Woman með John Lennon. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.