Arts
Víðsjá 28. september 2021 Í dag kemur út bókin Út að drepa túrista eftir rithöfundinn, myndskreytirinn og leiðsögumanninn Þórarinn Leifsson. Bókin er glæpasaga sem gerist innan íslenskrar ferðaþjónustu um það leyti sem kórónuveiran lamaði öll ferðalög um ísland og heimsbyggðina, vorið 2020. Við ræðum við höfundinn í þætti dagsins. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur verður tekin tali um útvarpsþættina Kventónskáld í karlaveldi sem hefjast á Rás 1 á laugardagsmorgun en þar greinir Árni frá ævi og tónlist fjölmargra merkra kventónskálda á nítjándu öld sem margar hverjar hafa fengið stærri sess í sögunni á allra síðustu árum. Og loks mun Ólöf Gerður Sigfúsdóttir flytja pistil um samsýninguna Iðavöll sem hefur staðið yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur á síðustu vikum. Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.