Sports
Helgi Óttar Hafsteinsson tók við framkvæmdastjórastól félagsins af Dodda árið 2017, þegar félagið var enn að hrista af sér fallið úr Pepsideildinni 2015. Hann skilaði félaginu svo af sér í haust með liðið nýkomið aftur upp í efstu deild og bókhaldið réttum megin við línuna. Það er stutta sagan. Helgi settist niður með Snorra til að fara yfir söguna í aðeins lengra máli. Hann tjáir sig um hlutverk Leiknis í hverfinu, ársreikninginn og hvernig hann sér sumarið fyrir sér auðvitað.