Ewald Berndsen

Share:

Huldufólk fullveldisins

Arts


Ewald Berndsen sem fleiri þekktu undir nafninu Lilli Berndsen er huldumaður þessa þáttar. Tómas Agnar Tómsson iðnrekandi og vinur hans lýsti honum með eftirfarandi orðum í minningargrein í Morgunblaðinu. "Gælunafnið eitt sér var þversögn; maðurinn var mikill á velli, vel byggður og hafði svo sterka návist að jafnvel í þéttsetnum sal var sem hann sæti þar einn ­ og þagði þó oftast utan á hann væri yrt; fæddur heimsmaður og hvergi lítill. Lífshlaupið var eins og tónverk í abstraksjón; skalinn sprengdur upp og niður ­ öllu kerfi gefið langt nef. Íslandsmeistari í knattspyrnu, ungur með félögum sínum; golfmeistari Íslands á sínum tíma; bridsmeistari litlu síðar; ryksuga á listir og menningu alla, efnaður athafnamaður með bjarta framtíð og fríða fjölskyldu sér við hlið ­ og rennir sér svo fullur á rassinum niður í ystu myrkur mannlegrar óhamingju: utangarðsmaður, King of the Road." En svo hætti Lilli að drekka og helgaði líf sitt því að hjálpa öðrum sem glímdu eins og hann við áfengisvanda. Í þessum þætti segir Tómas Agnar frá Lilla vini sínum og einnig eru spilaðir bútar úr þætti Jónasar Jónassonar, Mesta mein aldarinnar frá 1977 þar sem Jónas ræddi við Ewald.