Enn hættustig í Kinninni

Share:

Spegillinn

News


Enn er hættustig á Seyðisfirði og í Kaldakinn í Þingeyjarsveit og búist við aukinni úrkomu á þessum svæðum í kvöld. Ekki voru allir íbúar skráðir í þeim húsum sem þurfti að rýma á Seyðisfirði. Kvensjúkdómalæknir sem stóð að rannsókn um tilkynntar aukaverkanir í tengslum við bólusetningu gegn Covid-19 óttast mest að umræðan um tengsl við bólusetningar komi í veg fyrir að konur fari til læknis. Erlendum ferðamönnum verður heimilt að koma til Indlands að nýju frá miðjum október. Landamærin hafa að mestu verið lokuð í hálft annað ár. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur kallað eftir kröfum um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á opinberum stofnunum fyrir fötluð börn. ---- Samkvæmt nýrri eldsneytisspá er ljóst að stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar til að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Í viðræðum stjórnarflokkanna, sem nú standa yfir, er ljóst að tekist er á um hvað leiðir á að fara á næstu árum. Kjörtímabili næstu ríkisstjórnar lýkur 2025 þegar langt verður liðið á tímabilið sem Parísarsamningurinn kveður á um. Landvernd, Náttúrverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar segja í yfirlýsingu að ekkert bendi til þess að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Samtökin krefjast þess að ný ríkisstjórn girði sig í brók og leggi fram skýr tímasett og mælanleg markmið. Arnar Páll Haukson talar við Auði Önnu Magnúsardóttur og Árna Finnsson. Flokksþingi Íhaldsflokksins lauk í gær með hlátrasköllum undir hressilegri ræðu Borisar Johnsons forsætisráðherra og flokksleiðtoga. En forsætisráðherra nefndi hvorki vanda eins og vöru- og eldsneytisskort, né að einmitt í gær voru félagslegarbætur skertar. Bæði innan flokksins og utan velta menn fyrir sér hvort kjósendur meðtaki bjartsýnistal forsætisráðherra. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.