Sports
Óskar Már Alfreðsson, El Normale, Domusnovakóngurinn og hvaðeina, er maðurinn sem mætti í spjall við þá Snorra og Hannes um stöðuna í deildinni, frammistöðu liðsins og umhverfi félagsins fyrir bikarleikinn gegn Val á Hlíðarenda. Óskar er ekki vanur að halda aftur af sér og skemmst er frá því að segja að þetta var snarp en skemmtilegt spjall. Njótið vel.