Arts
Dýrfinna Sigurjónsdóttir ljósmóðir er huldukona 8. þáttar. Hún starfaði sem ljósmóðir í Reykjavík í rúm 50 ár og á áttunda og níunda áratugnum var Dýrfinna nánast eina ljósmóðirin sem tók á móti börnum hjá konum sem vildu fæða heima. Lesið er út bókinni Lausnarsteinar - ljósmóðurfræði og ljósmóðurlist og að auki vitnað í Morgunblaðsgreinar. Viðmælendur eru Dýrfinna Sigurjónsdóttir ljósmóðir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir prófessor í ljósmóðurfræðum við Háskóla Íslands.