Dagbækur, auglýsingaskilti, konur í íslenskri myndlist og Galdur

Share:

Listens: 0

Víðsjá

Arts


Sagnfræðingurinn Davíð Ólafsson gaf nú á dögunum út bókina Frá degi til dags: Dagbækur, almanök og veðurbækur 1720-1920. Í bókinni skoðar Davíð eðli og umfang dagbókaritunar á Íslandi um tveggja alda skeið og byggir þá rannsókn á safni dagbóka sem varðveittar eru í Handritasafni Landsbókasafns Íslands. Færslurnar sem hann skoðar eru allt frá örfáum orðum um veðurfar til langra tilfinningaþrunginna hugleiðinga. Við hittum Davíð uppi í Aðalbyggingu Háskóla Íslands í þætti dagsins. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, verður tekin tali um nýja rannsóknarstöðu sem safnið er að koma á laggirnar og snýr að rannsóknum á stöðu íslenskra kvenna í myndlistarlífi og myndlistarsögu landsmanna. Við höldum áfram að huga að göldrum í Víðsjá. Í síðustu viku skoðuðum við skrifaða dóma og skjöl í galdramálum 17. aldar en í þætti dagsins ætlum við að heyra í Helga Þór Ingasyni, véla- og iðnaðarverkfræðingi, en hann er höfundur söngleikjarins Galdur sem sýndur verður um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 2. október klukkan 16 í Langholtskirkju. Og við heyrum af forvitnilegri samkeppni um list í almannarýminu en í janúar stendur til að myndlistin taki yfir 350 auglýsingaskilti í Reykjavík, í svartasta skamdeginu, eftir jól og fyrir útsölur. Sigurður Atli Sigurðsson hjá Y-gallerí segir okkur frá samkeppninni sem galleríið stendur einmitt fyrir í samstari við Listasafn Reykjavíkur. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Guðni Tómasson