Býst við skæðum inflúensum

Share:

Spegillinn

News


Yfirlæknir Barnaspítala Hringsins býst við skæðum inflúensum og RS veiru veikindum í vetur. Hann er ánægður með að ekki hafi fleiri börn en raun ber vitni lagst inn á spítala af völdum covid. Bensínverð hefur hækkað um 40 krónur frá áramótum. Formaður FÍB hvetur stjórnvöld til að bregðast við með tímabundinni lækkun olíuverðs. Íslenskum skipum verður heimilt að veiða rúmlega 660 þúsund tonn af loðnu. Áætlað aflaverð er um fimmtíu milljarðar króna. Sameinuðu þjóðirnar segja hættu á að viðkvæm börn og eldri borgarar svelti til bana vegna matarskorts í Norður-Kóreu. Hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands sjást ekki greinileg merki um að áhætta af veðurfarstengdum atburðum hafi aukist. En aurskriður vekja upp spurningar um veðurfarsbreytingar sem þarf að taka mjög alvarlega, segir sviðsstjóri vátryggingasviðs. Ragnhildur Thorlacius talar við Jón Örvar Bjarnason. Í viðræðum ríkisstjórnarflokkanna þriggja gæti reynst erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu um stofnun hálendisþjóðgarðs. Málið strandaði í þinginu og var sent aftur í umhverfisráðuneytið. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um Miðhálendisþjóðgarð. Þar segir: Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila. Skoðaðir verða möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum. Arnar Páll Segir frá. Heyrist í Guðna A. Jóhannessyni, Herði Arnarsyni, Hildigunni Thorteinsson og Páli Erland. Það virðist ekki vera neitt lát á bókaútgáfu þrátt fyrir öfluga samkeppni frá öðrum miðlum, streymisveitum og samfélagsmiðlum. Bókaútgefendur þurftu að skila inn skráningu í Bókatíðindi í þessari viku og jólabókaflóðið verður á sínum stað þrátt fyrir að bókaútgáfan hafi dreifst meira yfir árið á síðustu árum. Kristján Sigurjónsson ræddi við Pétur Má Ólafsson útgefanda og stjórnarmann í Félagi íslenskra bókaútgefenda og spurði fyrst hvers kyns bækur væru gefnar út á þessu ári. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon