Arts
Huldukona þessa þáttar er Barbara Stanzeit meinatæknir, leiðsögumaður og náttúrunnandi. Barbara kom hingað til lands fyrir hálfgerða tilviljun og leist ekki meira en svo á til að byrja með. En svo kom vorið eins og hún segir sjálf og þá varð ekki aftur snúið. Hún féll fyrir landi og þjóð og svo fór að hún settist hér að. Hún var ein af stofendum Skógræktarfélags Garðabæjar og þeir sem leggja leið sína í skóginn sem vaxið hefur upp í Smalaholtinu og fleiri holtum Garðabæjar eiga hann fólki eins og Barböru að þakka. Í þættinum segir Barbara sögu sína; hvernig var að alast upp í þriðja ríki Hitlers, hvernig var að vera flóttamaður í eigin lífi og lífinu á Íslandi. Einnig er talað við Jónatan Garðarsson formann Skógræktarfélags Íslands um ómetanlegt framlag áhugafólks til skógræktar, fólks eins og Barböru sem sinnir skógrækt af alúð og ástríðu.