Arts
Kontrabassaleikarinn og tónsmiðurinn Bára Gísladóttir var að gefa út plötuna Hiber, þar sem hún spilar sjálf nýja tónlist sína fyrir bassa. Bára er gestur Hátalarans og spjallar um tónlistina vítt og breitt - hvað um hana verður og hvaðan hún kemur. Einnig er hugað að haustlitum í músík með Johnny Hartman, Elísabetu Erlingsdóttur, Matta Kallio, Jóni Nordal og hljómsveitinni Eik.