News
Bresku grínistarnir Rob Beckett og Romesh Ranganathan ætla í dag að keppa í trukkadrætti á Grandagarði í Reykjavík undir leiðsögn Magnúsar Ver Magnússonar. Þeir vildu fá íslending til að prófa keppnina með sér og sannfærðu Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, um að reyna sig með þeim.