Arts
Gestur þáttarins er Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari sem hefur nýlokið tíu ára verkefni þar sem hann tileinkar sér tónlist fjarlægra slóða- frá Búlgaríu til Tyrklands og Grikklands og alla leið til Íran. Hann hefur á þessari vegferð kynnst tónlistarfólki frá þessum löndum, fólki sem hefur lagt hönd á plóginn og tekið þátt í hljóðritunum á þremur plötum sem komið hafa út síðastliðin þrjú ár og eru nú fáanlegar einar sér eða saman og jafnvel í pakka með nótna og kennslubók um tónlistina sem verður til þegar íslenska þjóðlagið fer á svona flakk.