News
Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir eðlilegt að horfa til Landspítalans þegar kemur að tilslökunum á sóttvarnareglum. Hver geta samfélagsins er að takast á við faraldur eins og Covid. Hún tekur undir neyðaróp hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna vegna ástandsins á Landspítalanum en þar leikur mannekla og skortur á úrræðum fyrir aldraða lykilhlutverk. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fór yfir fjölgun ítalskra ferðamanna á haustdögum og gistimöguleika bæði hér og í Kaupmannahöfn. Það kostar yfir 100 þúsund að gista á hótelum í miðborg Reykjavíkur um næstu helgi. Nýtt hótel hóf starfsemi í vikunni en það er staðsett við Hörpu og er fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík. Lilja Ósk Snorradóttir, kvikmyndaframleiðandi og framkvæmdastjóri Pegasus, tekur vel í hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins um að fjölga störfum í kvikmyndageiranum á næstu tíu árum. Nú starfa um 2.600 við kvikmyndagerð á Íslandi en Sigurður Ingi vill fjölga þeim í 10 þúsund á tíu árum. Veltan í kvikmyndageiranum nam um 18 milljörðum í fyrra. Lilja framleiðir kvikmyndina Leynilögga sem verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 22. október. Tónlist: Stefið úr Bleika pardusnum, Önnur sjónarmið með Eddu Heiðrúnu Backman, Stella í Orlofi með Diddú og Hjálpaðu mér upp með Ný danskri. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.