6. okt. - Löggæsla, eldgos, Seyðisfjörður, Pandora skjöl, Krísuvík

Share:

Morgunútvarpið

News


Í dag fer fram viðamikil ráðstefna við Háskólann á Akureyri undir heitinu Löggæsla og samfélagið. Þemað að þessu sinni eru afbrotavarnir. Við slógum á þráðinn norður og heyrðum í Guðmundi Oddssyni hjá Háskólanum á Akureyri sem vissi meira um ráðstefnuna og það sem þar er til umfjöllunar. Er hægt að verða ástfangin af eldfjalli? Það er spurning sem við bárum undir Björn Steinbekk, en hann hefur myndað eldgosið við Fagradalsfjall nánast frá upphafi og náð ótrúlegum myndum á dróna. Myndatakan, sem hófst sem áhugamál og ástríða, hefur svo orðið kveikjan að fleiri verkefnum og ýmis konar athygli og nú stefnir Björn á að koma eldgosa ástinni á bók. Björn kíkti til okkar í spjall. Eins og hlustendur vita er í gildi hættustig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu en aðeins 10 mánuðir eru síðan stór aurskriða fell á bæinn með þeim afleiðingum að fjöldi húsa skemmdust. Það skal því engan undra að íbúar séu óttaslegnir nú en mælingar Veðurstofunnar benda til þess að einhver hreyfing hafi orðið á flekum í fjallinu fyrir ofan bæinn. Við hringdum í Davíð Kristinsson hótelstjóra, slökkviliðsmanns, björgunarsveitarmanns og allt hvað eina sem er búsettur á Seyðisfirði. Á föstudag er von á viðamikilli umfjöllun hjá Stundinni um Pandora skjölin svokölluðu en þau sýna fjármálahreyfingar og auðsöfnun einstaklinga og fyrirtækja um allan heim, þar með talið á Íslandi, sem hingað til voru falin í aflandsfélögum og skattaskjólum. Panamaskjölin voru skellur fyrir íslenskt samfélag, og sérstaklega íslensk stjórnmál, árið 2016 en óvíst er hvaða áhrif Pandora skjölin koma til með að hafa. Við fengum til okkar Bryndísi Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóra og fórum yfir það hvaða lærdómur var dreginn af Panama-skjölunum og hvaða verkfæri skattayfirvöld hafa til að rannsaka það sem fram kemur í gagnalekum á borð við Pandora skjölin. Elías Guðmundsson var nýverið kjörinn formaður Krísuvíkursamtakanna, en samtökin bjóða upp á meðferð gegn fíknisjúkdómi þar sem unnið er með 12 spora kerfið. Meðferðin fer fram á heimili Krýsuvíkursamtakanna og er ásóknin mikil. Við fengum Elías til okkar til að segja okkur af starfsemi samtakanna. Tónlist: Sycamore Tree - One day. Hákon - Barcelona. Kacey Musgraves - Justified. Taylor Swift - Cardigan. Moses Hightower - Lífsgleði. Jóhann Helgason - Shes done it again. Stuðmenn - Íslenskir karlmenn. Eddie Vedder - Long way. Coldplay og BTS - My universe. Baggalútur - Ég á það skilið.