Miscellaneous
Hetjurnar okkar ljúka síðasta verkefni sínu fyrir Azra, og eru send aftur í sína vídd en kannski ekki alveg á réttan stað. Þau hitta loks dularfulla sópandi munkinn hann Lu-Tze, tímamunk og eina þekkta meistarann í bardagalistinni Dejá-Fu. Svandís spilar Nomanuk, minotaur musterisriddara eða paladin á níunda stigiKristján spilar Emir, vedalkne völund eða artificer á níunda stigi.Ingólfur spilar Joy, tiefling ljóðskáld eða bard á níunda stigi. Jói er leikjameistarinn.