Miscellaneous
Rimlarnir eru staddir á Phlegethos, fjórða lagi helvítis. Verkefni þeirra er að stela reiðtygjum af Náttmeri, sem er logandi helvítishestur, í eigu Narzugon sem er djöfull og musterisriddari ills. Þeir byrja vel, en eins og þeim einum er lagið fer ýmislegt úrskeðis...ATH foreldrar, í hita leiksins þá sleppur kannski f-orðið út fyrir varir leikmanna stöku sinni...Svandís leikur Nomanuk, musterisriddara eða paladin, á níunda stigi. Kristján leikur Emir, völund eða artificer, á níunda stigi.Ingolfur leikur Joy, ljóskáld eða bard, á níunda stigi. Jói er spunameistarinn.