5. okt. - Happyroni, offita, Söngvakeppnin, menntaverðlaun og vísindi

Share:

Morgunútvarpið

News


Optimistic Food group, eða bjartsýna matarfélagið, er nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki í matvælavinnslu þar sem unnið er að gerð vegan matvæla sem komið geta í stað kjöts, en eiga að höfða samt bæði til þeirra sem aðhyllast veganisma og þeirra sem hafa smekk fyrir kjötvörum. Fyrir helgi settu framleiðendurnir bjartsýnu svokallað Happyroni á markað þegar hægt var að panta pizzu með slíku áleggi. Haraldur Hugosson er einn þeirra sem stendur að baki fyrirtækinu og hann kíkti til mín í morgunkaffi og sagði okkur frá möguleikunum á því að fá kjötætur til skipta yfir í t.d. Happyroni í stað Pepperoni. Í Kveik í kvöld verður m.a. fjallað um offitu barna og þróun hennar, en m.a. eru vísbendingar um að offita barna hafi aukist í Covid heimsfaraldrinum. Málið er á margan hátt viðkvæmt, en fagaðilar telja mikilvægt að bregðast við með afgerandi hætti. Tryggvi Helgason barnalæknir þekkir vel til og hann settist í spjall hjá okkur um þessi mál. Frestur til að skila inn lögum í Söngvakeppnina 2022 rennur út á miðnætti annað kvöld. Við fengum Rúnar Frey Gíslason verkefnastjóra hjá RÚV til að líta við og segja okkur frá fyrirkomulaginu og hvernig keppninni verður háttað í vetur. Í dag er Kennaradagurinn og tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar í beinni útsendingu hér hjá okkur eftir áttafréttirnar. Verðlaunahátíðin sjálf verður svo í beinni útsendingu á RÚV þann 10. nóvember nk. Þar verða veitt verðlaun til framúrskarandi kennara, skóla, þróunarverkefna og hvatningarverðlaun. Gerður Kristný skáld, sem er formaður viðurkenningaráðs verðlaunanna kom til okkar og opinberaði tilnefningarnar. Sævar Helgi Bragason kom svo til okkar í Vísindahornið sitt og sagði okkur sitthvað áhugavert og skemmtilegt úr heimi vísindanna, m.a. af fljúgndi furðuhlut sem margir sáu á himni fyrir skemmstu. Tónlist: Thin Jim and the Castaways - Confessions. Jónas Sig - Milda hjartað. Flott - Þegar ég verð 36. Dua Lipa - Love again. Sigurður Guðmundsson - Orðin mín. Sting - Brand new day. Sálin hans Jóns míns - Getur verið. Emilíana Torrini - Speed of dark. Dimma - Almyrkvi.