#5 Einsagan

Share:

Listens: 0

Baðstofan

History


„Einsagan getur blómstrað hér á Íslandi meira en kannski erlendir, því að þegar maður kemur inn í þessu risa stóru söfn, það er svo yfirþyrmandi magn af fólki sem býr í þessum svakalegum samfélögum,“ sagði Guðný Hallgrímsdóttir um kosti þess að stunda einsögurannsóknir á Íslandi. Guðný hefur m.a. rannsakað hag íslenskra alþýðukvenna á 18. öld sem fóru til Danmerkur að mennta sig. Guðný og Davíð Ólafsson, sagnfræðingur, sammæltust um að stafræna byltingin hafi fjölgað möguleikum sagnfræðinga á rannsóknum. Davíð hefur sérhæft sig í handritamenningu og læsisiðkun, og hefur sérstaklega skoðað skrif Sighvats Grímssonar, borgfirðings.   Guðný Hallgrímsdóttir og Davíð Ólafsson, sagnfræðingar, voru gestir í fimmta þætti Baðstofunnar, sem að þessu sinni fjallaði um einsögurannsóknir. Þau spjölluðu við Steinunni Sigþrúðardóttur Jónsdóttur og Þórhildi Elísabetu Þórsdóttur um rannsóknir sínar og möguleikana sem felast í því að stunda einsögurannsóknir í íslenskri sagnfræði.  Einsaga er rannsóknaraðferð innan sagnfræðinnar þar sem einblínt er á hið smáa – eins og einn einstakling eða lítið samfélag, og sá hlutur rannsakaður til hlítar. Einsögurannsóknir eiga oft við þá einstaklinga sem fá almennt litla athygli eða eru lítils metnir, og skera sig út á einhvern hátt. Einsagan er því gífurlega fjölbreytt og hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarna áratugi.