News
Umsjón: Rúnar Róbertsson og Gígja Hólmgeirsdóttir Fréttastofa Stöðvar2 sagði frá þvi um helgina að viðgerð á bílskýli vegna sprungu og leka hafi kostað tugmilljóna króna vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu verkfræðistofu og viðgerðin er ekki fullkláruð. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki, segir í fréttinni, til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. Þegar hann fór í þrot í miðju verki var samið við hann á ný á nýrri kennitöliu. Við fengum formann Neytendasamtakanna, Breka Karlsson, til okkar til að fara almennt yfir þessi mál. Hvar stendur neytandinn í svona málum og eru þau algeng inná borð Neytendasamtakanna? Í nýrri skýrslu Perform Europe, þar sem styrkjakerfi sviðslista í 41 Evrópulandi er skoðað, kemur í ljós að Ísland raðar sér í neðstu sætin þegar kemur að styrkjum til sýningarferða og samstarfs íslensks sviðslistafólks utan landssteinanna. Við fengum til okkar Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóra Bandalags sjálfsstæðra leikhúsa, til að segja okkur nánar frá niðurstöðum skýrslunnar og fara almennt yfir styrkjaumhverfi íslenska sviðslista. Mikil úrkoma hefur verið á Norðurlandi eystra og hafa aurskriður fallið víða. Ástandið er sérstaklega slæmt í Þingeyjarsveit og í gær var sjötti bærinn rýmdur vegna mikillar úrkomu og skriðuhættu, bærinn Nípá í Útkinn. Við hringdum í Braga Kárason, bónda á Nípá, og athugum hvernig staðan er hjá þeim núna í morgunsárið. Og tókum svo stöðuna hjá Hermanni Karlssyni aðalvarðstjóra í aðgerðarstjórn hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra um sama mál. Á föstudaginn 1. október hófst árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu ?VERUM TIL?. Í ár segir Lára okkur sína sögu í auglýsingunum. Saga hennar er persónuleg og einstök. Lára Guðrún Jóhönnudóttir og Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, komu til okkar. Og svo við fórum yfir íþróttir helgarinnar með Kristjönu Arnarsdóttur. Tónlist: Friðrik Dór - Segðu mér Kacey Musgraves - Justified Queen - You're my best friend Robbie Williams - Come undone Dikta - Just getting started Of monsters and men - Circles Paul Simon - Graceland Unnsteinn Manúel - Lúser Friðrik Ómar - Hvað ef ég get ekki elskað Jamiroquai - Alright Eddie Vedder - Long way