History
Íris Ellenberger, sagnfræðingur og lektor við menntavísindasvið, var gestur í fjórða þættir Baðstofunnar, en hún kom og ræddi við Steinunni Sigþrúðardóttur Jónsdóttur og Þórhildur Elísabetu Þórsdóttur um hinseginsögu og verkefnið Huldukonur, sem Íris ásamt Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur og Ástu Kristínu Benediktsdóttur hlaut styrk frá Jafnréttissjóði fyrir. Afurð verkefnisins er vefsíðan Huldukonur.is, þar sem heimildum um hinsegin kynverund kvenna á Íslandi fyrir 1960 hefur verið safnað saman. Íris fjallaði meðal annars um þá þögn sem ríkir í heimildunum þegar kemur að hinseginleika, og hvernig væri hægt að vinna með þögnina frekar en að staðnæmast við hana. Hún sagði nær allt eiga eftir að rannsaka í hinsegin sögu Íslands, og verkefnið Huldukonur er því einungis upphafsskref að bættu aðgengi að heimildum um hinsegin kynverund á Íslandi.