History
Ragnheiður Kristjánsdóttir og Erla Hulda Halldórsdóttir voru gestir í þriðja þætti Baðstofunnar, en þær ræddu nýja rannsókn sem þær hafa unnið að undanfarin fimm ár, ásamt Þorgerði Þorvaldsdóttur og Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur. Rannsóknin ber nafnið „Í kjölfar kosningaréttar. Félags- og menningarsöguleg rannsókn á konum sem pólitískum gerendum 1915-2015“ og er bók væntanleg nú í haust. Sú bók heitir Konur sem kjósa, og að henni koma þær Ragnheiður, Erla Hulda og Þorgerður, ásamt Kristínu Svövu Tómasdóttur. Ásamt því að ræða rannsóknina ræddu þær stöðu kvenna- og kynjasögunnar í íslensku fræðasamfélagi, og rannsóknarmöguleika á því sviði.