21 okt - Súpa, FO ofbeldi, uppkosning, loftlagsmál og alþjóðasamskipti

Share:

Morgunútvarpið

News


Umsjón: Rúnar Róbertsson og Gígja Hólmgeirsdóttir Íslensku kjötsúpunni verður gert hátt undir höfði með árlegum Kjötsúpudegi fyrsta vetrardag, þar sem kjötsúpur í mismunandi búningi verða í boði fyrir gesti og gangandi á Skólavörðustígnum í Reykjavík. Flestir Íslendingar elska kjötsúpu, enda eiga margar íslenskar fjölskyldur sína uppáhalds uppskrift af kjötsúpunni sinni. Kjötsúpudagurinn er haldinn af veitinga- og verslunarmönnum á Skólavörðustíg með stuðningi bænda. Til okkar kom Hafliði Halldórsson verkefnastjóri á markaðssviði Bændasamtakana til að segja okkur nánar frá viðburðinum. Marta Goðadóttir, kynningarstýra hjá UN Women á Íslandi, kom til okkar og kynnti fyrir okkur sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol frá samtökunumi en salan hefst í dag. Lögfræðingurinn Magnús Davíð Norðdahl bauð sig fram fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi en náði ekki kjöri. Hann hefur kært talninguna til kjörbréfanefndar. Hann vill að kosningin verði endurtekin í kjördæminu í ljósi ákvörðunar lögreglustjórans á Vesturlandi um sektir á yfirkjörstjórn og vegna upplýsinga um að starfsfólks hótelsins þar sem kjörgögn voru geymd óinnsigluð hafi ítrekað farið inn í salinn. Magnús kom til okkar til að ræða þetta fordæmalausa mál. Við höldum áfram umfjöllun okkar um Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst nú í lok október í Glasgow. Að þessu sinni er ætlunin að rýna í skipulagið á ráðstefnunni, velta fyrir okkur andrúmsloftinu og því sem gerist bak við tjöldin. Til að segja okkur allt um þetta kom hingað Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, en hann hefur persónulega reynslu af því hvernig hlutirnir virka bak við tjöldin á svona viðburði. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, gaf nýverið út bók um alþjóðasamskipti Íslands frá landnámi til stofnunar lýðveldisins. Baldur mætti í morgunkaffi og sagði nánar frá efni bókarinnar og setur í samhengi við nýjustu fréttir um aukin umsvif Rússa í grennd við Ísland og á Norðurslóðum. Tónlist: Ellen Kristjánsdóttir og John Grant - Veldu stjörnu The Beatles - Something Íslensk kjötsúpa - Íslensk kjötsúpa Friðrik Dór - Segðu mér Bubbi Morthens ásamt Bríeti - Ástrós Snorri Helgason - Ingileif Duran Duran - Anniversary Tal Bachman - She's so high