News
Umsjón: Rúnar Róbertsson og Gígja Hólmgeirsdóttir Sjávarútvegsdagurinn er haldinn í Hörpu í dag. Yfirskrift dagsins í ár er: Vel í stakk búinn og vísar til þess að sjávarútvegur og fiskeldi komust nokkuð klakklaust í gegnum erfitt ár í fyrra og eru þess albúin að takast á við framtíðina. Meðal ræðumanna er Herra Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Við hringdum í Jónas Gest Jónasson meðeiganda Deloitte, sem er einn þeirra sem heldur ræðu, til að fá að vita það helsta og hvað á að ræða. Það styttist í 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst nú í lok október í Glasgow, Skotlandi. Sagt hefur verið að ráðstefnan verði úrslitastund fyrir heiminn og nauðsynlegt sé að árangur náist. Við hér í Morgun- og Síðdegisútvarpinu á Rás 2 ætlum því að nota tímann fram að ráðstefnunni til að draga fram hinar ýmsu hliðar á loftslagsumræðunni. Við byrjuðum á að fá til okkar Rafn Helgason, sérfræðing á sviði loftslagsmála hjá Umhverfisstofnun, og Árna Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands en Árni er reynslubolti þegar kemur að Loftslagsráðstefnum en Rafn er að fara í fyrsta skiptið. Kynfræðingurinn Sigga Dögg hefur undanfarin ár opnað umræðuna um kynlíf upp á gátt en hún setur unað, jafnrétti, húmor og jákvæðni í aðalhlutverk þegar kemur að kynlífi. Sigga Dögg kom til okkar og fór yfir þessi mál eins og henni einni er lagið. Ert þú með geðveikan mannauð, spyr Silja Björk Björnsdóttir í grein sem birtist bæði á Vísi og kaffið.is. Þar veltir hún því fyrir sér hvort starfsmaður með geðveikindi eigi ekki að fá sömu meðferð og t.d. starfsmaður með sykursýki eða frjókornaofnæmi. Hún segir sig ekki vera verri starfskraft þó hún sé þunglynd. Við fengum Silju Björk til okkar í hljóðverið fyrir norðan til þess að segja okkur betur frá þessu. Og Sævar Helgi Bragason kom til okkar í Vísindahornið í lok þáttar. Tónlist: Ásgeir Trausti - Leyndarmál The Eagles - Tequila sunrise Thin Jim & the Castaways - Confession Friðrik Dór - Hvílíkur dagur Land og synir - Von mín er sú A-ha - Crying in the rain Bjartmar og Bergrisarnir - Velkomin á bísann The Beatles - Lucy in the sky with diamonds Big country - Chance