14. okt - HA, lögbrot, ofbeldi barna, fréttir vikunnar og hégómi

Share:

Morgunútvarpið

News


Morgunútvarpið 15.10.21 Umsjón: Rúnar Róbertsson og Gígja Hólmgeirsdóttir Undanfarna daga hefur skapast töluverð umræða um framboð á fjarnámi hjá íslenskum háskólum. Í gær kom til okkar aðstoðarrektor Háskóla Íslands og svaraði þeirri gagnrýni um að HÍ sé ekki í takt við tímann þegar kemur að fjarnámi. Í dag slógum við á þráðinn til Eyjólfs Guðmundssonar, rektors Háskólans á Akureyri, og fengum hans viðbrögð við umræðunni. Sóttvarnarlæknir hefur lagt áherslu á að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum ef slakað verður á samkomutakmörkunum. Sagði hann ljóst að þær bylgjur sem mest vandræði hafi skapað hafi tengst skemmtanalífinu. Þetta væri hægt að sjá í raðgreiningargögnum. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður segir að þetta sé brot á stjórnarskrárvörðum rétti til eignaréttar og atvinnufrelsis. Við heyrðum í Kolbrúnu. Um síðustu helgi fjallaði Morgunblaðið um að óvenju mörg mál hefðu borist í haust til Barnaverndar Hafnarfjarðar, þar sem hópur barna hefur beitt annað barn ofbeldi. En þýðir þetta að ofbeldi meðal barna sé almennt að aukast? Til þess að svara þessu fengum við til okkar Mörtu Kristínu Hreiðarsdóttur, deildarstjóra Áætlana- og upplýsingadeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en hún hefur lengi fylgst með þróun ofbeldishegðunar meðal íslenskra barna og ungmenna. Fréttir vikunnar voru á sínum stað eins og vanalega hér á föstudögum. Í þetta skiptið kom til okkar Karítas Ríkharðsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu. Og fréttamaðurinn knái, Freyr Gígja Gunnarsson, kom til okkar í Hégómavísindahornið í lok þáttar. Hann sagði okkur fréttir af Coldplay, Stones og Cher. Tónlist: Júníus Meyvant - Color decay Moses hightower - Lífsgleði Abba - Don't shut me down U2 - Sweetest thing GDRN - Næsta líf Flott - Mér er drull Madness - It must be love Tómas Welding - Here they come The Rolling stones - Under my thumb Adele - Easy on me